Það verður stórleikur á Ásvöllum í kvöld, fimmtudagskvöld, þegar strákarnir okkar í handboltanum mæta sterku liði HK. HK eru sem sakir standa í fjórða sæti deildarinnar en Haukar í því fimmta og munar einungis einu stigi á liðunum.
Varla þarf að minna á að einungis fjögur efstu liðin vinna sér þátttökurétt í sjálfri úrslitakeppninni svo ekkert annað en sigur kemur til greina fyrir okkur Haukamenn.
Allir sem geta klappað – stappað – kallað og hvatt okkar menn áfram eru vinsamlegast beðnir að mæta á leikinn sem hefst kl 19:30.
Starfsfólk frá Byr verður á staðnum og kynnir Vildarþjónustu bankans fyrir gestum.
Grillið opnar hjá Haukum í horni kl. 19.00, ef veður leyfir. Sjáumst á vellinum.
ÁFRAM HAUKAR!