Haukastúlkur gerðu góða ferð í Hólminn í kvöld þegar þær mættu heimasúlkum í Snæfelli. Fyrir leikinn sátu liðin jöfn af stigum í 5. og 6. sæti deildarinnar en með sigri náðu Haukar að slíta sig lausa frá Snæfellingum en sitja sem fastast í 5. sæti með 8 stig tveim stigum á eftir Keflavík sem er í 4. sæti með 10 stig.
Haukaliðið á því enn möguleika á að komast í topp fjögur áður en deildinni verður skipt upp í A og B riðil en fjórir leikir eru eftir fram að skiptingu gegn Hamri, Val, Njarðvík og Keflavík.
Heather Ezell fór mikinn í leiknum og setti niður 32 stig, tók 16 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Guðrún Ámunda skoraði 14 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir gerði 12 og tók 14 fráköst.