Nú í vikunni voru Stjörnuliðin valin fyrir árlega Stjörnuleiki KKÍ. Að þessu sinni var bryddað upp á þeirri nýbreytni að velja liðin í beinni útsendingu á Sporttv.is.
Í kvennaleiknum stjórna þeir Benedikt Guðmundsson og Ágúst Björgvinsson annars vegar Iceland Express-liðinu og hinsvegar Shell-liðinu.
Heather Ezell var fyrsti leikmaðurinn sem var valin en hana valdi Benedikt Guðmundsson. Haukar eiga annan fulltrúa í leiknum en það er Ragna Margrét Brynjarsdóttir en hún er í liði Ágústar.
Stjörnuleikirnir verða laugardaginn 12. desember í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í Grafarvogi.