Stjörnustúlkur sóttar heim

N1 deildinHaukar og Stjarnan hafa oft eldað grátt silfur saman í handknattleik kvenna á undanförnum árum þegar barátta um helstu titla hefur verið annars vegar. Á morgun mætast liðin kl. 13:00 í Mýrinni í Garðabæ og er tilvalið að hefja handboltaskemmtunin þar áður en Evrópuleikur strákanna hefst að Ásvöllum kl. 16:00. Fyrir leikinn á morgun eru Stjörnustúlkur í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir sex leiki eða jafnmörg og topplið Val sem hafa unnið alla fimm leiki sína. Haukastelpur eru í fjórða sæti með 6 stig eftir þrjá sigurleiki og tvo tapleiki gegn Val og Fram. FH og Fylkir eru með jafnmörg stig og Haukar en þær svarthvítu mæta Fram á útivelli á morgun.