Viðtalshorn Darra og Guðjóns

Nú er komið að viðtalshorni Darra og Guðjóns Péturs Lýðssonar en rúmlega tvær vikur eru síðan tekið var viðtal við Guðjón hér á Haukar.is. Margt hefur gerst hjá Haukum á þessum tveimur vikum, þrír nýir leikmenn skrifað undir samning við Hauka sem og að tilkynnt var að Vodafonevöllurinn yrði heimavöllur Hauka að hluta til á næsta ári.

Það verður því fróðlegt að sjá hvað Guðjón segir um þessi mál, en viðtalið má sjá hér að neðan.

Við spurðum hann fyrst hvernig honum litist á nýju leikmennina sem komið hafa til Hauka, þá Guðmund Viðar Mete, Kristján Ómar Björnsson og Arnar Bergmann Gunnlaugsson?

,,Ég er hrikalega spenntur yfir þessu og frábært hjá stjórninni og þjálfaranum að ná í þessa leikmenn til að styrkja hópinn. Þeir eiga einnig klárlega eftir að hjálpa til við að gera unga leikmenn Hauka enn betri.

Guðjón hefur oftar en ekki verið alltaf best klæddi leikmaðurinn í Haukum, en býst hann ekki við harðri samkeppni frá Arnari Gunnlaugssyni í þeirri keppni?

,,Hann á ekki séns í mig. Ég var að panta mér sérsaumuð Armani jakkaföt og strákarnir þurfa heldur betur að endurnýja fataskápinn sinn ef þeir ætla að eiga séns í kallinn.

En hvernig lýst honum á að Arnar verði spilandi aðstoðarþjálfari?

,,Mér finnt í fyrsta lagi bara algjör snilld og sýnir það hversu stór klúbbur Haukar er orðinn þegar menn sem hafa svona mikla sögu eins og Arnar hafi áhuga á að koma og hjálpa til við að gera Haukana að ennþá stærra batteríi. Hann á klárlega eftir að hjálpa sóknarleiknum hjá okkur og gera hann beinskeittari og vonandi verður hann duglegur að hafa sóknarsinnaðar æfingar fyrir þá leikmenn sem spila framlega á vellinum. Ég get ekki séð neitt slæmt við að hann sé kominn til Haukana en hann er allavegana ekki að fara komast í liðið nema hann sýni að hann sé í nógu góðu standi.

En mun ekki vera söknuður af Garðari Smára fyrrum aðstoðarþjálfara?

,,Jú, hann er alveg búinn að skila sínu til Hauka og er búinn að vera lengi í kringum okkur en það kemur maður í manns stað og er mjög sáttur með þann sem kemur í staðinn.

Eins og fyrr var greint um er Vodafonevöllurinn orðinn nýji heimavöllur Hauka að hluta til, hver er afstaða Guðjóns í því máli?

,,Ég er hrikalega sáttur með þetta. Ég veit að nánast allir leikmenn liðsins eru mjög sáttir með að fá að spila á alvöru velli þó svo að það hefði kannski ð hentað betur að spila á Kaplakrika en sumir eru bara ekki jafn gestrisnir og Valsarar og mér finnst að FH megi bara passa sig á næsta ári því að þetta mál með völlinn mun bara vera ennþá meiri hvatning fyrir Hauka gegn þeim og ætlum við okkur að sýna þeim að það sé komið nýtt stórveldi í Hafnarfirði og hlakka ég til að bærinn muni byggja jafngóða aðstöðu fyrir okkur Hauka þegar framlíða stundir og Haukar verða orðnir að toppliði í efstu deild karla.“

Nú er viðtalshorni Darra og Guðjóns lokið og vitum við það best sjálfir að fólk bíður spennt eftir næsta viðtali. Þangað til næst, Áfram Haukar.

*ef þú lesandi góður hefur spurningu á Guðjón í næsta viðtali mátt þú endilega senda línu á arnar(hjá)raggoz.com og spurningin verður notuð ef hún er innan siðferðilegamarka.*