Pétur: Kannski vantar okkur bara töffara

Haukasíðan tók stutt spjall við Pétur Ingvarsson þjálfara Hauka eftir leikinn í gær. Pétur var sáttur með leik sinna manna en hefði viljað sjá fleiri stig skoruð.

Mynd: stebbi@karfan.is

„Stórsigur já já. Ekki kannski stórsigur en öruggur sigur. Við lögðum upp með það að þetta yrði erfitt fyrir þá í 40 mínútur og ég held að þetta hafi akkurat verið það. Þeir voru að skora 45 stig og það sýnir hvers konar varnar vinnu menn voru að leggja í þetta en ég hefði viljað skorað fleiri stig. Þeir voru að spila svæðisvörn og við lentum í smá vandræðum með hana og svo loksins þegar að við leystum það þá var þetta aldrei spurning” sagði Pétur ánægður með sigurinn.

Oft hefur Haukaliðið átt í basli með svæðisvarnir og leikurinn í gær var enginn undantekning. Við spurðum Pétur hvað væri til ráða.

„Þetta er bara eitthvað sem við verðum að vinna saman í bæði með tímasetningar og svo þurfa menn bara að vera óhræddir við að setja opin skot ofaní. Það þarf bara töffara til að setja svona skot ofaní, kannski vantar okkur bara töffara.”