Á morgun, klukkan 16:00 verður leikur Hauka og Wisla Plock frá Póllandi flautaður á, á Ásvöllum. Um er að ræða seinni leikinn í viðureigninni en fyrri leikurinn fór fram í Póllandi síðasta laugardag þar sem Wisla Plock sigruðu leikinn með tveimur mörkum, 30-28.
Forsala á leikinn er hafin á Ásvöllum – en frítt er inn fyrir 15 ára og yngri á leikinn. Miðverð fyrri fullorðna er 1000 krónur.
Á meðan leik stendur verður hin sívinsæla barnagæsla í boði fyrir yngstu börnin og einnig verður hægt að kaupa hin geysivinsælu Hauka-tattú á góðu verði í Haukasjoppunni.
Júlli Diskó sér um múskina fyrir leik og á meðan leik stendur og sér um að áhorfendurnir verði vel gíraðir upp. Einnig verða leikir fyrir áhorfendur í leikhléunum. Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og styðja ekki bara Haukana heldur íslenskan handbolta á Evrópskrigrundu og mætum í rauðu.
Eins og Aron Kristjánsson þjálfari Hauka talaði um eftir fyrri leikinn eru Haukar í góðum séns á að komast áfram og verða áhorfendurnir á morgun áttundi leikmaðurinn.
Árskort Hauka og fyrirtækjakort gilda á leikinn.
Mynd: Sigurbergur Sveinsson í fyrri leiknum í Póllandi.
