Guðjón Pétur Lýðsson í viðtali

Eins og greint var hér á síðunni fyrr í þessari viku var Guðjón Pétur Lýðsson og Þórhallur Dan Jóhannsson kosnir í úrvalslið 1.deildar sem fyrirliðar og þjálfarar kusu leikmenn í liðið. Helgina áður var Guðjón valinn besti leikmaður Hauka á lokahófi knattspyrnudeildarinnar og Þórhallur Dan var valinn mikilvægastur.

Við fengum Guðjón Pétur í stutt eða kannski ekki beint stutt en í gott viðtal en Guðjón er ungur og hefur mikla getu til að nág land í knattspyrnunni og var það mikill fengur fyrir Hauka þegar hann gekk til liðs við Hauka að ný eftir nokkra ára fjarveru en Guðjón er uppalinn hjá Haukum og Álftanes.

Við spurðum hann fyrst að því hvort að valið í úrvalslið 1.deildar hafi komið honum á óvart?
– ,,Nei alveg eins. Ég stóð mig þokkalega í sumar en það áttu margir úr liðinu skilið að vera þarna en ég var samt virkilega ánægður með að hafa verið valinn í liðið og loksins er það að skila sér þessar aukaæfingar. Ég vill einnig meina það að áfengisleysið hjá mér sé mikið búið að hjálpa mér,“ segir Guðjón sem er bindindismaður.

Eins og fyrr var talað um, gekk Guðjón til liðs við Hauka fyrir tímabilið en hann spilaði síðast með Haukum tímabilið 2006 þegar Haukar féllu niður í 2.deildina. Við spurðum hann næst að því við hverjum hann bjóst þegar hann kom til Haukana?
-,, Ég hef nú æft með nánast öllum þeirra áður þannig ég vissi alveg í hvað ég væri að fara. Þeir sem voru nýir í liðinu (Jónmundur og Stefán) voru með mér í Stjörnunni á sínum tíma og ég vissi alveg hvað þeir gátu svo kom Pétur (Ásbjörn) og ég vissi alveg að hann væri „Superman“. Sá eini sem ég vissi ekki hvort að gæti eitthvað var Tóti(Þórhallur Dan) og hann er einn sá besti sem ég hef æft og spilað með. Þeir sem vita eitthvað um Haukaliðið vita það að það er nóg af sprækum knatspyrnumönnum til staðar og framtíðin er björt í Haukum. Enok, Gunnar, Sindri og Ísak munu klárlega verða lykilmenn á næstu árum svo eru fleiri sem eru svona „fringe players“ og geta náð langt ef þeir leggja sig fram.“

Bjóstu semsagt alveg við því þegar þú komst að Haukar væru á leið í Pepsi-deildina?
,,Já, ég skrifaði 1.sæti þegar við vorum spurðir fyrir tímabilið hvert við ættum að stefna og ég er ekkert sáttur með 2. sæti. En er samt sem áður virkilega sáttur með að fara upp um deild.“

En hvað með framhaldið, hvernig sérðu fyrir þér næsta ár í Pepsi-deildinni? 
,,Þá eftir að koma í ljós hverjir verða áfram í Haukum og hverjir koma en ef Haukarnir halda öllum og styrkja liðið eitthvað þá er allt til staðar til að gera Hauka að stóru liði í íslenskri knattspyrnu það eru nefnilega fáir hópar á Íslandi með jafn metnaðarfullan hóp leikmanna og með samtaka vinnu munu Haukar ná langt á næsta tímabili.“

Guðjón mun á næsta ári mæta sínum fyrri félögum, Breiðablik og Stjörnunni en hann stoppaði stutt hjá báðum liðum undanfarin ár. Hvernig lýst honum að fara mæta þeim liðum og mun hann fara í þá leiki eitthvað öðruvísi en aðra leiki?
,,
Nei, ég mæti alltaf eins í alla leiki skiptir engu hverjum ég sé að fara spila á móti. Ég þoli ekki að tapa svo ég býst við sigrum í þeim leikjum eins og öllum öðrum leikjum sem ég fer í.“

Nú mun loks vera „derby“slagur í Hafnarfirðinum í knattspyrnu þegar Haukar og FH mætast næsta sumar. Má ekki búast við blóð, tár og svita í þeim leikjum?
,,Þetta verður auðvitað tvöfaldur nágrannaslagur fyrir mér því ég er auðvitað bæði frá betri hlutanum í Hafnarfirði(Haukum) og síðan frá besta bæ landsins, Álftanesi og því bíð ég með mikilli eftirvæntingu fyrir þessum leikjum. Ég skora samt á FH að pakka ekki í vörn á móti okkur í Krikanum því þeir eru klárlega orðnir nett stressaðir fyrir þessum stórleik, en að öllum gríni slepptu þá verður þetta algjör snilld og það verður þrusustemming og vallarmetið á eftir að falla og gott betur en það. Öllum búðum í landinu á eftir að verða lokað og það verða klárlega rútuferðir úr Æsufellinu á leikinn og fólk utan af landi á eftir að mæta nokkrum dögum fyrir leikinn til að sleppa við biðraðirnar á þjóðvegum landsins. Þeir tug þúsundir áhorfenda sem mæta á leikinn eiga eftir að fá allt fyrir peninginn því get ég lofað.“

Að lokum spurðum við hann, hverjum hann vill helst þakka þennan góða árangur í sumar?
-,, Ég vil sérstaklega þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í gegnum tíðina. Mamma hefur verið dugleg að hlúa að mér og pabbi duglegur að gefa mér ráð svo eru það náttúrulega yfirmaðurinn minn og vinirnir eru búnir að vera duglegir að skipuleggja fundi með mér og fara yfir það sem ég má bæta og hafa hjálpað mér mikið . Svo vil ég sérstaklega þakka honum Arnari Daða sem var í veigamikilli aðgerð sem hvatti mig til að leggja meira á mig í lokaleikjum sumarsinns og sá til þess að við unnum síðustu leikina. Sá maður á skilið fálkaorðuna,“ sagði Guðjón Pétur að lokum.

Stefnan er sett á að viðtal við þessa hetju verði mánaðarlega enda hefur þessi ungi knattspyrnumaður frá Álftanesi mikið að segja. Við þökkum honum fyrir þetta að sinni og sendum honum góðar kveðjur en hann er einmitt á leiðinni í hálskirtlatöku á næstu dögum og mun því ekki mæta á fyrstu æfingar meistaraflokks þegar þeir koma saman.