N1-deild karla hefst í kvöld með einum leik í Garðabænum þegar Stjarnan tekur á móti Íslands-og Deildarmeisturum Hauka. Leikurinn hefst í Mýrinni klukkan 19:30.
Eins og áður hafði verið greint hafa bæði lið breyst mikið frá síðasta tímabili en Stjörnumenn hafa þó ekki styrkt sig og ætla að treysta á ungukynslóðina í Garðabænum í ár. Haukamenn ætla gera slíkt hið sama en fengu þó tvö til viðbótar.
Haukum er spáð Deildarmeistaratitlinum eins og áður hefur verið greint um hér á síðunni en Stjörnunni var spáð 7.sæti og þyrftu þá að leika í umspili um að halda sæti sínu í deildinni annað árið í röð ef spáin gengur eftir.
Á Vísir.is er ummæli bæði frá Patreki Jóhannessyni þjálfar Stjörnunnar og Aroni Kristjánssyni þjálfara Hauka. Patrekur segir að það eigi eftir að koma í ljós hvar hans lið stendur, „Það á eftir að koma í ljós hvar við stöndum nákvæmlega en við höfum bæði átt góða og slæma leiki á undirbúningstímabilinu,“sagði Patrekur.
Aron talar aftur á móti um það að leikmenn í liðinu hafa verið að glíma við meiðsli og hann býst við erfiðum leik í kvöld, „Við höfum átt í vandræðum með meiðsli í okkar leikmannahópi á undirbúningstímabilinu og margir hjá okkur eru nú í nýju hlutverki, bæði í vörn og sókn. Fyrstu leikir tímabilsins eru alltaf erfiðir og ég býst við því að við þurfum að hafa mikið fyrir sigri í þessum leik,“ sagði Aron Kristjánsson við Vísi.is
Media Group ehf. hefur undanfarna vikur gert auglýsingu fyrir N1-deildina og HSÍ, í gær sýndum við eina auglýsingu með Atla Hilmarssyni þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. Í tilefni þess að Haukar sigruðu Val í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra er komið að Óskari Bjarna þjálfara Vals, auglýsinguna af Óskari má sjá hér.
Aðrir leikir í 1.umferðinni eru:
HK – FH
Valur – Akureyri
Fram – Grótta
Fjölmennum á fyrsta leikinn í vetur í Mýrinni – ÁFRAM HAUKAR!