7. flokkur drengja í fótbolta gerðu sér lítið fyrir og unnu Króksmótið ásamt því að fá háttvísisverðlaun fyrir fyrirmyndar hegðun innan sem utan vallar á mótinu.
Haukar voru með tvöl lið að þessu sinni, í flokki A og D liða. Sigrðuðu bæði lið sinn flokk og voru svo ofan á allt heiðruð sérstaklega í leikslok með háttvísis verðlaunum KSÍ og er það frábær viðurkenning að vinna það í svo stóru móti.
Flott starf sem unnið er í yngri flokkum knattspyrnudeildar Hauka og óskum við strákunum, þjálfurum og aðstandendum drengjanna innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.