Þórarinn Engilbertsson skrifar undir hjá Háskóla í Bandaríkjunum

HaukarNæstkomandi miðvikudag mun Þórarinn Engilbertsson þjálfari 3. og 4.flokks kvenna sem og 6. flokk karla skrifa undir samning sem umboðsmaður hjá Háskólanum í Baltimore. Hann mun hafa yfirumsjón á að finna ungar og efnilegar stúlkur hér á landi fyrir Háskólann.

Þórarinn hefur náð frábærum árangri sem þjálfari hjá yngri flokka liðum Hauka í kvennabolta hér á landi og hefur hann verið duglegur að vera í sambandi við erlend lið. Þetta er því mikill heiður fyrir bæði hann og félagið.

 

„Þetta hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þjálfun mína hjá félaginu en ég mun starfa við þetta hér heima og fara af og til erlendis. Þetta stórt skref og mikill heiður fyrir mig sem knattspyrnuþjálfara að fá slíkt tilboð,“ sagði Þórarinn í samtali við Haukar.is, hann hélt áfram,

 

„Þetta mun opna efnilegum stelpum á Íslandi greiðari leið í að komast í Háskóla erlendis og leika knattspyrnu um leið,“ sagði Þórarinn að lokum.

Við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með þennan samning og vonum að þetta sé einungis byrjunin hjá honum.