Þór Þorl.h. – Haukar í bikarnum í kvöld

Terrence kemur aftur inn í liðið eftir veikindi

Útkall

 
Í kvöld kl. 19:15 fer fram leikur Þórs Þorlákshafnar og Hauka í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins og fer leikurinn fram í Glacierhöllinni Þorlákshöfn.

Drengirnir okkar eru í dauðafæri um að komast í undanúrslit en Þórsarar munu ekki gefa tommu eftir og vilja gjarnan hefna fyrir stórsigur okkar manna í deildinni fyrir jól.

Það er alveg á hreinu að vel verður mætt af heimamönnum og verður Græni drekinn, stuðningssveit Þórsara, þar fremst á meðal jafningja með tilheyrandi hávaða og vesen. Það er því í okkar höndum að fjölmenna á leikinn, íklædd rauðu og sýna þeim hversu vel heyrist í okkar stuðningsmönnum þegar við tökum okkur til.

Stúlkurnar okkar eru komnar í undanúrslit eftir sigur á Fjölni í gær og í dag látum við „Leiðina að höllinni“ halda áfram með sigri í Þorlákshöfn.

 
Allar afsakanir um bíóferðir, afmæli og annað tilheyrandi verða ekki teknar gildar í kvöld.
 
ÁFRAM HAUKAR