Þægilegur sigur á Akranesi – Sveinn Ómar meiddur

Haukar unnu góðan sigur á ÍA í gærkvöldi í 1. deildinni í körfubolta. Sigur Hauka var ekki nema 16 stig 63-79 en Haukarnir voru miklu sterkari en lokatölur gefa til kynna. Sigurinn var þó dýrkeyptur en Sveinn Ómar Sveinsson puttabrotnaði í leiknum en framherjinn sterki er nýstiginn upp úr meiðslum. Það er ljóst að hann verður frá næstu vikurnar.

Stigahæstur hjá Haukum var Örn Sigurðarson með 16 stig en þessi 19 ára gamli framherji var svellkaldur á vítalínunni og setti öll níu vítaskotin sín niður.

Næstur honum var Sævar Ingi Haraldsson með 15 stig.

Næsti leikur Hauka er á sunnudag þegar Þór Akureyri kemur í heimsókn en leikurinn hefst kl. 15.00.

Mynd: Örn var stigahæstur hjá Haukum í kvöld – emil@haukar.is