ÍR sigur á Ásvöllum

Í bræðrabyltu kvöldsins var það Jón Arnar Ingvarsson og lærisveinar hans úr ÍR sem fóru með sigur af hólmi í leik Hauka og ÍR í 32-liða úrslitum Subwaybikarsins. ÍR-ingar höfðu sigur 70-94 í leik sem stóð ekki alveg undir væntingum.

Sigur ÍR var nokkuð öruggur þrátt fyrir að jafnræði var með liðunum fyrstu 13-14 mínúturnar. Í seinni hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og var það lið gestanna.

Í liði Hauka var Sævar Haraldsson bestur en hann var kjörinn maður leiksins af stuðningsmannaklúbbnum í leikslok en hann skoraði 14 stig og var stigahæstur Haukamanna.

Næsti leikur Hauka er á fimmtudag gegn nýliðum ÍA upp á Skaga.

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Mynd: Sævar Haraldsson í leiknum í kvöld – stebbi@karfan.is