Meistaraflokkur karla mun spila sinn þriðja æfingaleik í vetur þegar liðið mætir Eyjamönnum í Kórnum á laugardag.
Liðið hefur leikið tvo æfingaleiki í vetur og hefur annar unnist en hinn tapast. Fyrri leikurinn var gegn Víking Reykjavík og vannst hann 2-1 með mörkum frá Guðjóni Lýðssyni og Arnari Gunnlaugssyni.
Arnar skoraði svo líka í tapleik gegn Fjölni en sá leikur fór 2-1.
Nokkrir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli, Guðmundur Viðar Mete er meiddur og verður frá æfingum fram að áramótum, Daði Lárusson hefur ekkert tekið þátt í æfingaleikjum vetrarins og lítið æft með liðinu en hann er allur og koma til en ekki er þó líklegt að hann leiki með liðinu á sunnudag.
Þá meiddist Pétur Ásbjörn Sæmundsson á æfingu á mánudag og óvíst er með þáttöku hans í leiknum á laugardag. Þá er Amir Mehica erlendis en hann mun byrja að æfa og spila með liðinu eftir áramót.
Fyrir áhugasama þá hefst leikurinn hefst klukkan 16.30 á laugardag.