Yngvi Freyr til Hauka

rfuknattleiksdeild Hauka hefur komist að samkomulagi við Yngva Frey Óskarsson að taka slaginn með liði Hauka í Domino‘s deildinni á komandi leiktíð.

Yngvi er uppalinn hjá Haukum en hefur undanfarin ár verið við nám í Danmörku og spilað þar. Hann spilaði fyrst með Amager BK en á síðustu leiktíð var hann í liði Holbæk-Stenhus sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. Með Holbæk skilaði Yngvi rúmlega 12 stigum, 8 fráköstum og tæpum 2 stolnum boltum í leik.

Þessi 21 árs, 201 cm framherji spilaði 9 leiki með U18 liði Íslands og var í æfingahóp U20.

Yngvi er enn einn leikmaðurinn sem snýr til baka í Hauka en fyrir voru þau Emil Barja, Auður Íris Ólafsdóttir og Lovísa Henningsdóttir komin aftur eftir lengri eða skemmri fjarveru frá Haukum.

Við bjóðum Yngva velkominn til baka og hlökkum til að sjá hann þreyta frumraun sína í efstu deild á Íslandi.