Yngvi: Besta meðalið er sigur

„Það er gott að sigra eftir vonbrigðin á móti Val um daginn og alltaf gott að komast aftur á sigurbraut þrátt fyrir að kannski besta meðalið við tapi sé að sigra. Við vorum kannski kraftlitlar framan af og héldum að þetta væri búið eftir fyrsta leikhluta en það hefur verið í undanförnum þremur leikjum að við erum best í fjórða leikhluta þó kannski að við höfðum fallið aðeins of stutt á móti Völsurunum.” sagði Yngvi Gunnlaugsson þjálfari Hauka eftir leikinn gegn Snæfell í gær.

Haukar unnu stór sigur á Snæfell, 80-63 og hafa nú 4 stig og sitja í 2-5 sæti ásamt Val, Grindavík og Keflavík.

Haukar hafa sigrað tvo af þremur leikjum sínum í IE-deild kvenna það sem af er vetri og voru þær nærri því að vera með fullt hús stiga en töpuðu með minnsta mögulega mun fyrir Valsstúlkum á sunnudaginn.