Keppnistímabil yngri flokkana hefst um helgina en þá fer fram keppni í fyrstu umferð.
Stúlknaflokkur og 8. flokkur karla verða á ferðinni. Stelpurnar keppa í Grindavík en strákarnir í 8. flokki verða á heimavelli.
Stúlknaflokkur er í A-riðli en þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Þjálfari þeirra er Davíð Ásgrímsson.
Áttundi flokkur drengja er undir stjórn Ómar Haraldssonar og eru þeir í B-riðli. Á laugardag keppa þeir í Strandgötunni og á sunnudag á Ásvöllum.
Mynd: Strákarnir í 8. flokki verða á heimavelli um helgina – Arnar Freyr Magnússon