Fjölmargir yngri flokkar Hauka verða á ferðinni um helgina. Þriðju umferð Íslandsmótsins er að ljúka og eiga nokkrir flokkar möguleika á að tryggja sér sæti í A-riðli í lokaumferðinni og þ.a.l. spila til úrslita.
7. flokkur kvenna verður í Seljaskóla á laugardaginn þar sem stelpurnar spila þrjá leiki í B-riðli. Sigurvegari riðilsins fer upp í A-riðil. Á síðasta fjölliðamóti vantaði herslumuninn að liðið hafi unnið sinn riðil og eiga þær því ágætis möguleika að fara upp um riðil.
Minnibolti 11 ára drengja verður á heimavelli í B-riðli en leikið verður laugardag og sunnudag í Strandgötunni. Á síðasta fjölliðamóti spiluðu strákarnir í A-riðli en féllu niður. Nú fá þeir tækifæri til að vinna sér inn sæti í lokaúrslitunum.
Drengjaflokkur á leik á sunnudag þegar þeir fá Þórsara í heimsókn kl. 16.00 á Ásvelli. Þjálfari Þórsara er Haukamaðurinn góðkunni Ragnar Sigurðsson og verður ánægjulegt að fá hann á Ásvelli.
Unglingaflokkur karla spilar á laugardag en þá mæta þeir Fjölni kl. 16.00 á útivelli.
Mynd: Haukur Óskarsson spilar með unglingaflokki og drengjaflokki um helgina – arnarm@haukar.is