Yfirlýsing frá stjón Körfuknattleiksdeild Hauka

Haukar

 Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum.

Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn  Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi:

 

1.       Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu.

2.       María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum.

3.       Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra.

4.       Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til  áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka

Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin.

Greinargerð Hauka til aganefndar varðandi brot Davíðs Páls Hermannssonar og Darco Milosevic

Yfirlýsing Davíðs Páls Hermannssonar

Yfirlýsing Darco Milosevic

Úrskurður aganefndar varðandi brot Davíðs Páls Hermannssonar og Darco Milosevic


 

Greinargerð Hauka til aganefndar varðandi brots Margrétar Köru Sturludóttur

Greinargerð KR til aganefndar varðandi brots Margrétar Köru Sturludóttur

Úrskurður aganefndar varðandi brots Margrétar Köru Sturludóttur

Myndbrot af atvikunum