Yfirlýsing frá Guðjón Pétri og Kristjáni Ómar

Við undirritaðir leikmenn meistaraflokks Hauka í knattspyrnu hörmum það atvik sem kom upp á milli okkar félaganna í leik Hauka og Stjörnunnar í gærkvöldi. Hnútukast milli liðsmanna, sem og góðra félaga er óásættanlegt. Haukar hafa ætíð lagt á það áherslu að byggja upp góðan liðsanda og trausta og góða umgjörð um allt starf Hauka. Framkoma okkar var ekki til fyrirmyndar og á henni biðjumst við afsökunnar. Við heitum stuðningsmönnum því að láta umrætt atvik ekki hafa áhrif á liðsanda og leikgleði okkar Haukanna.    

Áfram Haukar

Guðjón Pétur Lýðsson
Kristján Ómar Björnsson