Vorhreingerning og stórleikur í Mjólkurbikar karla á Ásvöllum á laugardaginn!

Það verður mikið um að vera á Ásvöllum laugardaginn 23. apríl þar sem sjálfboðaliðar og forráðamenn iðkenda ætla að hefja daginn á vorhreingerningu. Í kjölfarið verður boðið á stórleik Hauka og KÁ, Knattspyrnufélagsins Ásvöllum, í Mjólkurbikar karla.

Vorhreingerningin hefst kl. 09.30. Hvetjum við alla Haukara til að skrá sig til að hjálpa okkur að taka til í kringum æfinga- og keppnisvöllinn okkar eftir erfiðan vetur.

Þeim sem mæta í tiltektina verður boðið í hamborgaraveislu við Vallarhúsið kl. 13.00.

Stórleikur Hauka og KÁ í 2. umferð Mjólkurbikarsins hefst kl. 14.00. Hvetjum við stuðningsfólk Hauka, forráðamenn og iðkendur til að fjölmenna í stúkunni.

Þú getur skráð þig í vorhreingerningu knattspyrnudeildar Hauka með því að fylla út eftirfarandi form:

https://docs.google.com/forms/d/1Wa8V6WvAtZlZiGRr0xH5MC3YvH_1TeV5wiW6NW-9UJU/prefill

Áfram Haukar!