Visabikar karla á fimmtudag að Ásvöllum

HaukarHaukar taka á móti Fjölni í 32 – liða úrslitum Visa-bikarsins á morgun, fimmtudag. Leikurinn hefs klukkan 19:15. Þetta verður fyrsti leikur liðsins á gervigrasi okkar Haukamanna að Ásvöllum. 

Gengi Hauka í Pepsi-deildinni hefur ekki verið með besta móti og hafa meiðsli sett strik í reikninginn. Þeir leikmenn sem spila leikinn á morgun eru samt sem áður tilbúnir í verkefnið gegn Fjölni sem hafa byrjað tímabilið í 1.deildinni ágætlega eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og misst heilan helling af leikmönnum.

Mætum og sjáum strákana OKKAR á sínum rétta heimavelli. Gerum gæfumuninn og hvetjum þá áfram.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn, þá mun hann líklegast vera í beinni textalýsingu hér á síðunni ef allt gengur eftir, fylgist því með!

ÁFRAM HAUKAR!