Viltu komast frítt á alla knattspyrnuleikina í sumar? Dómaranámskeið KSÍ verður haldið á Ásvöllum mánudaginn 6. maí kl. 18:00.
Námskeiðið er fyrir þá sem ekki hafa setið það áður og tekur um 2 klst og lýkur með stuttu skriflegu prófi.
Þeir sem standast prófið fá að launum Dómararskírteini KSÍ sem veitir aðgang að öllum leikjum KSÍ á þessu ári. Lágmarksaldur er 14 ár.
Skráðu þig með því að senda tölvupóst til Kristjáns Ómars: mannsraekt@gmail.com.