Viltu fara á Flensburg-Haukar?

Eins og allir vita tryggðu Haukar sér sæti í meistaradeildinni í handbolta á dögunum þegar liðið lagði kýpverska liðið Cyprus College að velli.

Leikur liðið því þrjá útileiki í meistaradeildinni. Verið er að setja saman pakkaferð á leik Hauka og Flensburg sem fer fram í Þýskalandi.

 

 

Tilboðið: Pakkaferð frá Kastrup til Flensburg og tilbaka aftur:

Lagt af stað frá Kastrup fimmtudaginn 9. Október þegar morgunvélar Icelandair og Icelandexpress lenda (ca. 13:30 ath. nánar). Það verður komið til baka aftur til Kastrup um kl. 17:00 föstudaginn 10. október þannig að það næst í kvöldvél Icelandair.

Keyrt verður í VIP rútu með veitingum, klósetti og flatskjá. Boðið verður upp á danskt smørrebrød, bjór, léttvín og gos. Veitingar verða innifaldar í verðinu.

Gist verður á 3 stjörnu hóteli, Hotel Des Nord, sem liggur við landamæri Þýskalands og Danmerkur og er stutt frá íþróttahöllinni í Flensburg. Leikmenn Hauka gista einnig á hótelinu. 

Miði á leik Flensburg/Handewitt og Hauka í Campushalle.

Aðgangur að VIP Lounge hjá Flensburg/Handewitt fyrir leik og eftir leik. Þar er boðið upp á léttar veitingar fyrir leik og matur eftir leik þar sem leikmenn borða einnig.

Verð: Það er verið að bíða eftir tilboðum. Væntanlega í kringum 30.000 kr á manninn. Þ.e.a.s rúta gisting og miði á leikinn. 

Fólk sér um sig sjálft hvað varðar flug til Kastrup og til baka og allt hvað varðar gistingu í Kaupmannahöfn.

Skráning hjá Eiríki Sigurðssyni í síma: 840-4908 og e-mail efamile@internet.is.

Síðasti skráningardagur er mánudaginn 22. september.

Nánari upplýsingar síðar