Vilt þú spila með Haukum í sumar?

Mun draumur þinn loks rætast?Hefur þér dreymt um það lengi að fá að spila með Haukum? Nú getur draumur þinn ræst, því B-lið Hauka hefur verið stofnað og mun spila í 3.deildinni í sumar.

Kynningafundur fyrir leikmenn verður haldinn á mánudaginn næstkomandi klukkan 20:45 á Ásvöllum og er allir „gamlir“ Haukarar, sem enn hafa áhuga, getu og viljann til að spila knattspyrnu hvattir til að mæta.

Jón Steindór Þorsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari liðsins en hann hefur mikla þjálfarareynslu að baki.

 

Jón Steindór hefur undanfarin tvö ár þjálfað yngri flokka hjá Fylki, sem og utandeildarlið Vængir Júpíters sem hefur verið eitt sterkasta lið Utandeildarinnar síðustu ár. Tímabilið 2003-2004 var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis og þar áður var hann aðalþjálfari ÍH.

B-lið Hauka er ekki alveg nýtt, en þeir spiluðu í Utandeildinni síðasta ár og komust meðal annars í úrslitaleik bikarsins. Liðið heldur úti bloggsíðu og hægt er að skoða hana hér.

Einnig er hægt að hafa samband við Ingvar Magnússon, aðstoðarþjálfara liðsins í síma: 7730400.