Villibráðarkvöld Hauka

Handknattleiksdeild Hauka heldur sitt árlega Villibráðarkvöld þann 2. nóvember næstkomandi. Líkt og í fyrra verða það meistara kokkarnir hjá Kjötkompaní sem reiða fram dýrindis villibráðarhlaðborð og má sjá matseðilinn hér fyrir neðan. Glymskrattarnir leika fyrirdansi og sjá um að halda öllum á tánum og nóg verður um fljótandi veigar á Bjössabar. Húsið opnar kl. 19.00 og hefst borðhald kl. 20:00. Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á innkaup@haukar.is og borðapantanir á aron@haukar.is.
Miðaverð er 10.900kr.

Matseðill kvöldsins:

Forréttir:
Hreindýrapaté með sultuðum rauðlauk og heimalöguðu rifsberjahlaupi
Grafið lamb með bláberja-vinaigrette
Grafið nautafile með piparrótar-rjóma
Gæsapaté
Hreindýravöðvi Yuzu á selleryrótar-trufflu mayonesi
Villibráðar-tartar með capers og piparrót
Grafnar gæsabringur
Heitreyktar gæsabringur með jarðarberjasósu
Lax í sítrus
Heitreyktur lax á seljurótarmauki með grænsprettum
Laxatartar með capers og lime
Heitreykt önd mað jarðarberjasósu og sesam-rucola

Aðalréttir:
Hreindýrabollur í gráðostasósu
Villikryddaðar gæsabringur
Lamba læri í kryddjurtum

Meðlæti:
Ferskt grænmeti
Waldorf salat
Gratin kartöflur
Rifsberjasulta og rauðlaukssulta
Rauðvínslegnar perur
Villibráðarsósa
Nýbakað brauð

?ÁFRAM HAUKAR?