Viktor Unnar Illugason í Hauka

HaukarKnattspyrnulið Hauka heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í sumar í 1.deild karla því í gær gekk Viktor Unnar Illugason til liðs við Hauka á lánssamning frá Breiðabliki. 

Viktor Unnar fór ungur að árum út í atvinnumennsku en kom aftur heim fyrir 3 árum og hefur leikið með Selfossi, Val og síðan uppeldisfélaginu sínu, Breiðabliki eftir heimkomuna. Hann lék einungis 8 leiki í Pepsí-deildinni í fyrra en meiðsli settu mikið strik í reikningin hjá honum.

Spennandi verður að fylgjast að fylgjast með Viktori í sumar enda engin vafi á að miklir hæfileikar búa í þessum unga sóknarmanni og nú verður það verk Ólafs Jóhannessonar að laða þá fram á nýjan leik.