Viktor Unnar á lán til Hauka

HaukarFótbolti.net greindi frá því í gær Haukar hafi fengið Viktor Unnar Illugason að láni frá Breiðablik.

Viktor Unnar sem er 22 ára hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en hann fór þó með Haukaliðinu í æfingaferðina til Spánar í síðustu viku. Hann er uppalinn í Breiðablik en fór ungur að árum til Reading en kom síðan heim aftur og hefur spilað með Val, Selfoss og síðan síðast með Breiðablik eftir að hann kom heim. 

Viktor Unnar er sóknarmaður að upplagi, hefur spilað 58 meistaraflokksleiki hér heima og skorað í þeim 8 mörk auk þess á hann átt í 30 unglingalandsleiki að baki fyrir Ísland. 

Ef hann nær að halda sér heill er hann klárlega góð viðbót í sterkan hóp Hauka sem mun leika í 1.deildinni í sumar. Viktor er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Hauka fyrir þetta tímabil.