Viktor Máni til Hauka.

Viktor Máni Róbertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka og kemur hann frá KV. Viktor Máni er fæddur árið 2000 og er miðjumaður. Byrjaði sinn knattspyrnuferil í Breiðabik en eftir það lá leiðin hans í vesturbæinn og spilaði hann þar með sterku 2.flokks liði KR/KV.

Meistaraflokksferill Viktors Mána hófst með KV í fyrra en þá spilaði Viktor Máni 16 leiki og með 1 mark síðasta sumar.

Knattspyrnudeild Hauka bindur miklar vonir við hann á komandi tímabili og næstu árum.

Áfram Haukar

Viktor Máni Ljósm. Hulda Margrét

Viktor ásamt Igor Þjálfara
Ljósm. Hulda Margrét