Viðurkenningarhátíð Hauka 2017

Á glæsilegri viðurkenningarhátíð á Ásvöllum í dag var farið yfir glæsilegan árangur Hauka á árinu 2017. Margir fengu þar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu, bæði íþróttafólk og þjálfarar þeirra. Formaður félagsins, Samúel Guðmundsson, fór í stuttu máli yfir þau fjölþættu verkefni sem unnið hefur verið að á árinu og þann góða árangur sem íþróttafólk Hauka hefði náð á árinu sem er að líða. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var valin íþróttakona Hauka og Daníel Þór Ingason var valinn Íþróttamaður Hauka. Þá voru þeir Emil Barja, Elías Már Halldórsson og Einar Jónsson valdir þjálfarar ársins. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar myndir frá viðurkenningarhátíðinni. Framtíðin er sannarlega björt í okkar frábæra félagi. Gleðileg áramót.