Viðurkenningahátíð Hauka 2019

Sigurvegarar síðasta árs. Mynd: Haukar – Brynjólfur Jónsson

Í hádeginu kl. 12:00 á Gamlársdag krýna Haukar besta íþróttafólk ársins 2019. Valin verða íþróttakona, íþróttakarl og þjálfari ársins. Tilnefndir eru 13 einstaklingar. Auk þess verða kölluð fram og heiðruð með viðurkenningu þeir einstaklingar sem valdir hafa verið í landsliðsverkefni sérsambanda Íslans það eru KSÍ, HSÍ, KKÍ og KAÍ, alls um 100 manns.

Þær sem eru tilnefndar til Íþróttakonu Hauka 2019 eru: Hjördís Helga Ægisdóttir frá karatedeild, Saga Sif Gísladóttir frá handknattleiksdeild, Sæunn Björnsdóttir frá knattspyrnudeild, Vilborg Þórsdóttir frá almenningsdeild og Þóra Kristín Jónsdóttir frá körfuknattleiksdeild.

Þeir sem eru tilnefndir til Íþróttakarls Hauka 2019 eru: Birgir Magnús Birgisson frá knattspyrnudeild, Grétar Ari Guðjónsson frá handknattleiksdeild, Hjálmar Stefánsson frá körfuknattleiksdeild og Rafn Ingólfsson frá almenningsdeild.

Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir til þjálfara Hauka 2019 eru: Eva Ósk Gunnarsdóttir frá karatedeild, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Helga Helgadóttir frá knattspyrnudeild, Gunnar Magnússon frá handknattleiksdeild og Marel Guðlaugsson frá körfuknattleiksdeild.