Guðjón Pétur Lýðsson miðjumaður Hauka er þessa dagana staddur í Bremen þar sem hann er á reynslu hjá aðalliði Werder Bremen.
Við tókum hann í stutt viðtal, bæði um æfingaferð Hauka til Portúgals,undirbúningstímabilið sem og komandi tímabil.
Hægt er að lesa viðtalið með því að ýta á „Lesa Meira.“
Nú eru þið komnir frá Portúgal, hvernig var sú ferð?
Þetta var ótrúlega mikilvæg ferð til að þjappa hópnum saman og heppnaðist það hrikalega vel. Leikirnir við FH og Val voru góður undirbúningur fyrir tímabilið þrátt fyrir pirrandi tap gegn nágrönnum okkar í FH en þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir leikinn í deildinni bæð lið reyna að spila fótbolta svo þetta ætti að verða góður leikur fyrir augað. Svo var spilað gegn vinafélagi okkar Val og endaði það með 2-0 sigri okkar. Þetta sýnir að Haukar verða ekki léttir viðureignar í sumar og munum við veita öllum liðum deildarinnar harða keppni í leikjum gegn okkur og verða engin stig gefin án þess að liðin eigi þau skilið .
Var eitthvað sem stóð uppúr í ferðinni?
Ungir unnu gamla sannfærandi 3-1 með 28 markskot gegn einni fyrirgjöf sem endaði óvart í markinu. Þeir reyndar björguðu andlitinu í skotkeppninni en það leiðinlega við það er að svona gerist því miður ekki í leik eins og í spilinu þar sem þeir fengu engin færi. Því þurftu þeir að taka út refsingu sem var að hlaupa heim frá æfingasvæðinu og uppá hótel (3,2 km). Þrátt fyrir þetta þurftum við að hoppa í ískalda sundlaugina sem refsing fyrir tapinu í skotkeppninni.
Og nú ert þú staddur í Bremen, hvað er að gerast þar?
Þetta er bara ótrúlega lífsreynsla að fá innsýn inní líf hjá svona stóru félagi eins og Werder Bremen. Það getur ekkert slæmt komið úr svona ferð og ætti þetta að nýtast mér í því sem koma skal.
Er ekki fremur ótrúlegt að það sé innan við mánuður í það að Haukar séu að fara spila gegn KR og FH í Pepsi-deild karla?
Nei mér finnst liðið vera tilbúið í þessa áskorun og það er ekkert rosalegur munur á liðum í þessarri deild. Hlakka mikið til að spila gegn KR þar sem afi minn er mikill KR aðdáandi og reyndi ávallt að sannfæra mig um að þeir væru besta liðið. Ég hlakka allaveg virkilega til sumarsinns og það verður hrikalega gaman að fara í Frostaskjólið og spila í stemmingunni sem myndast þar. Svo er bara að mæta í Fh leikinn og spila okkar leik þá getum við alveg unnið.
Ef þú lítur til baka, þegar þú varst unglingur í 3.deildarfélagi Hauka, getur þú gert þér virkilega grein fyrir því að þú sért að fara spila með sama félaginu í Pepsi-deildinni eftir innan við mánuð?
Já það er bara stígandi í þessu félagi og síðan Janus Guðlaugsson kom inn í félagið fyrir nokkrum árum finnst mér levelið hafa hækkað svo koma Freyr inn í þetta og hélt áfram svo það er nóg af efnilegum Haukastrákum sem munu bráðlega lát ljós sitt skína. Haukarnir eru komnir til að vera í efstu deild við verðum aldrei saddir.
Hvernig hefur undirbúningstímabilið fyrir þetta tímabil verið frábrugðið öðrum undirbúningstímabilum?
Við fengum Einar hjá Keili til liðs við okkur og hann er búinn að koma með nýja vídd í styrktarþjálfunina og hefur hjálpað okkur með það að komast í betra form og bæta það sem mátti betur fara fyrir þennan vetur. Það sést vel á sumum munurinn svo hann er klárlega búinn að gera frábæra hluti.
Hefur þú sett þér sjálfum einhver persónuleg markmið?
Ég er búinn að setja mér persónuleg markmið svo er það bara liðsinns að setja sér markmið fyrir sumarið. Við tökum svo bara einn leik í einu og pössum okkur að mæta 110 einbeittir og tilbúnir í hvern leik sem við spilum.
Hverjir verða styrkleikar Hauka í sumar?
Klárlega formið erum flestir í virkilega góð formi og eigum að geta hlaupið yfir sum liðin. Svo má ekki gleyma að það eru fá lið í deildinni sem eru með hóp leikmanna sem hefur spilað jafn lengi saman og við í Haukunum. Þetta tvennt verður mikill styrkur fyrir okkur í sumar.
Hverjir verða veikleikar Hauka í sumar?
Erum með góða leikmenn í öllum stöðum svo ég sé enga veikleika enda spilum við á okkar styrkleikum.
Í hvernig skóm mun Guðjón Pétur Lýðsson spila í, í sumar?
Það er rosalegt leyndó en skal blasta því á síðuna á réttum tíma.
Við þökkum Guðjóni kærlega fyrir þetta, en hann kemur til landsins í lok vikunnar.