Við minnum á samstarf Hauka og TM

Á dögunum var gerður samstarfssamningur við TM en með honum fá Haukar beinan fjárstuðning frá TM og að auki rennur ákveðin % beint til Hauka þegar félagsmenn færa tryggingar sýnar yfir til TM. Nú þegar hafa nokkrir Haukarar fært sýnar tryggingar yfir til TM og náð um leið að lækka iðgjöldin sín ásamt því að styðja beint við bakið á Haukum. TM lofar samkeppnishæfum verðum og menn tapa ekkert á því að hafa samband þangað og fá tilboð, láta þess getið að þeir séu Haukarar. Það er ekki annað hægt en að græða á þessu og enn og aftur kemur það í ljós að það er gott að vera í Haukum.

Tengiliður Hauka hjá TM er:

Magnús Björnsson, s. 821-5628

Netpóstur:  haukar@tm.is   magnusb@tm.is

Haukakveðja,
Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri.