Vetrartaflan tilbúin – nýr tími á uppskeruhátíð

Æfingatafla vetursins, sem tekur gildi mánudaginn 1. september, liggur nú fyrir og hægt er að skoða æfingar allra flokka upp í 3. flokk með því að smella á krækjuna hér hægra megin á síðunni undir „Æfingatafla og iðkendaupplýsingar“

Þá verður uppskeruhátíðin haldin á SUNNUDAGINN KL: 13:00 en ekki á laugardeginum eins og hafði farið áður í loftið. Sem fyrr þá er algjör skyldumæting hjá öllum iðkendum og foreldrar hvatti til að koma með börnunum sínum.

Allir iðkendur eiga að koma með eina köku eða sambærilegt bakkelsi kl. 12:45 í Veislusalinn þar sem kaffið fer fram eftir hátíðina.

Auk viðurkenninga- og verðlaunaafhendingar verða ýmsar skemmtilegar og óvæntar uppákomur og því hvetjum við allt áhugasamt Haukafólk til að gera sér leið á Ásvelli á sunnudaginn kemur kl. 13:00.