Vel heppnaðar heimsóknir í grunnskóla

HaukarÍ kringum heimsmeistaramótið í handbolta var farið í heimsóknir í nokkra skóla til að ræða við yngri kynslóðina um gildi íþrótta, hvernig það væri að alast upp í Haukum og hvernig álagið væri fyrir leikmenn á stórmótum eins og nýliðnu heimsmeistaramóti. Þeir skólar sem við heimsóttum voru:
Hraunvallaskóla (heimsóttum 1.-7. bekk), Hvaleyrarskóla (heimsóttum 5.-7. bekk) og Áslandsskóla (heimsóttum 5.-10. bekk).
Díana Guðjónsdóttir (þjálfari yngri flokka kvenna) og Gísli Guðmundsson (yfirþjálfari hkd Hauka) höfðu umsjón með heimsóknunum og kynningum en með þeim fóru líka nokkrir leikmenn Hauka úr mfl. karla og kvenna. Þeir sem fóru voru:
Birkir Ívar Guðmundsson
Heimir Óli Heimisson
Elsa Björg Árnadóttir
Karen Helga Sigurjónsdóttir

Það er skemmst frá því að segja að þessar heimsóknir heppnuðust mjög vel og við fengum í kjölfarið þakkarbréf frá skólunum sem var ánægjulegt.

Það er hluti af starfi Haukana að tengja sig við yngri iðkendur á faglegan en líka skemmtilegan hátt.

Áfram Haukar!