Veisla fyrir leik Hauka og Grindavíkur á föstudagskvöld!

HaukarHaukar efna til veislu á föstudaginn þegar meistaraflokkur karla mætir Grindavík í fyrsta heimaleik sumarsins.  Við verðum í salnum á 2. hæð og opnar húsið kl. 18.00 þar sem  kokkur knattspyrnudeildarinnar, Sigþór Marteins., mun grilla borgara sem verða seldir á vægu verði.  Óli Jó mun fara yfir leikinn með stuðningsmönnum og leikurinn hefst svo kl. 19.15.  

Einnig verða úrslit í Vorleiks Getraunaleiks Hauka opinberuð og verða hamborgarar og fleira í boði fyrir þátttakendur Getraunaleiksins. Dagskrárstjórar verða þeir Jón Björn og Siggi Mey.

Okkar menn unnu fyrsta leik sumarsins í deildinni gegn Þrótti en töpuðu gegn Víking R. í bikarnum sl. mánudag.  

Grindavík féll úr Pepsi-deildinni eftir síðustu leiktíð og er af mörgum spáð sigri í 1. deildinni ár en við Hauka-menn ætlum svo sannarlega að landa þremur stigum á heimavelli.

Því er afar mikilvægt að Hauka-fólk fjölmenni á völlinn og hvetji strákana til sigurs.

Áfram Haukar!