Valur – Haukar á miðvikudaginn

Á miðvikudaginn leikur meistaraflokkur karla næsta leik sinni í N1-deild karla þegar þeir mæta Valsmönnum í Vodafonehöllinni klukkan 19:30.

Eins og flest allir ættu að kannast við þá er oftar en ekki um að ræða hörkuspennandi og bráðskemmtilega leiki þegar þessi bræðra lið mætast.

Valsmenn eru þessa stundina í efsta sæti deildarinnar með 6 stig eftir 4 leiki en Haukar eru með 4 stig eftir 3 leiki. En Valsmenn gerðu sitt annað jafntefli í vetur gegn FH á laugardaginn í bráðskemmtilegum leik þar sem FH-ingarnir glutruðu niður góðu forskoti.

Ítarlegra verður talað um þennan leik þegar nær dregur, en við hvetjum allt Haukafólk til að taka þennan tíma frá og mæta í Vodafonehöllina á miðvikudaginn.