Á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember klukkan 19:30 koma bræður okkar úr meistaraflokki karla í Val í heimsókn á Ásvelli til að leika í N1 deild karla. Reikna má að Valsmenn komi með blóð á tönnunum í leikinn enda búnir að tapa í tvígang gegn Haukum á tímabilinu og Valsmenn komnir aftur á sigurbraut eftir síðustu umferð.
Það stefnir semsagt í hörkuleik að Ásvöllum en hann verður líkt og aðrir í beinni á Haukar-TV.
Sjáumst á pöllunum.
Áfram Haukar!