Valsmenn koma á föstudag.

Hauka fagna flottum sigri í EHF bikarnum um helginaNú er landsleikjapásu í Olís deild karla lokið og er fyrsti leikur eftir þetta kærkomna frí hjá strákunum á föstudag hér í DB Schenker höllinni og er byrjað strax á stórleik.  Frændur okkar úr Val koma í heimsókn kl 19.30, en þeir eru sem stendur í fyrsta sæti með 20 stig og hafa eingöngu tapað einum leik sem var á móti okkur í 2 umferð.  Okkar strákar eru sem stendur í 2 sæti með 16 stig, en við eigum inni  leik við FH sem var frestað vegna þátttöku okkar í Evrópukeppni.

Handboltafólk þarf því að taka frá föstudaginn 13 nóv kl 19.30 og spennandi verður að sjá hvort Óli Stef mæti aftur á fjalirnar og spili með Val á móti okkur einsog á móti Akureyri í síðustu umferð.
Haukar- Valur föstudaginn 13 nóv kl 19.30