Völsungur – Haukar á laugardag á Húsavík

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/volsungur mynd to 5.jpgMeistaraflokkur kvenna leikur við Völsung á Húsavík á morgun, laugardag og hefst leikurinn kl. 15:00.

Aðspurður um þennan leik sagði Heimir Porca þjálfari Hauka lið sitt vera á góðu róli. Vel hefði gengið í síðustu leikjum. Ferðin norður til Húsavíkur væri ekki til að fara í hvalaskoðun heldur til að ná í þau þrjú stig sem í boði væru fyrir sigur. 

Hann sagði markmiðið vera það sama og í byrjun sumars, að verða efstir í riðlinum. Kannski næst það ekki og annað sætið verði niðurstaðan. Það skýrist á morgun hvort áfram verði möguleiki á efsta sætinu, þar sem á sama tíma og Haukar spila við Völsung spila Framstúlkur við Selfoss sem trónir í toppsætinu. Verði úrslitin okkur hagstæð, sagði Heimir, getur síðasti leikur Hauka í

riðlinum við Selfoss á Ásvöllum, orðið úrslitaleikur um það hvort liðanna verður í efsta sæti riðilsins.

Sjá hér nánar stöðuna og næstu leiki, http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24186

Áfram Haukar!

  images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  1.jpg