UTANVEGAHLAUP FYRIR ALLA HLAUPARA OG ÞAÐ Á HVÍTASUNNU

Haukar

Skokkhópur Hauka efnir til eins af fyrstu utanvegarhlaupum sumarsins 2013 og verður hlaupið um uppland Hafnarfjarðar annan í hvítasunnu, þann 20. maí 2013.

Hlaupið er frá Ásvöllum, um Ástjörn, að skógrækt við Hvaleyrarvatn, yfir Stórhöfða og til baka um skógræktina og þaðan að Ásvöllum. Hlaupaleiðin er 17.5 km

Hlaupaleiðin er einstaklega falleg og hefur skokkhópur Hauka notað svæðið til æfinga síðastliðin ár. Nú er svo komið að við viljum kynna leiðina fyrir fleiri hlaupurum. Því er Hvítasunnuhlaupið einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast nýjum og einstökum hlaupaleiðum, sem liggja rétt utan við höfuðborgarsvæðið.

Hlaupið liggur að stórum hluta um góða göngustíga með mjúku undirlendi, og er upplagður undirbúningur fyrir utanvegarhlaup sumarsins.

Þátttökugjald er 2500 kr.

Boðið verður upp á drykki á leiðinni.