ÚRSLITAKEPPNI KARLA OG KVENNA

Það hefur aldeilis verið mikið í gangi í handboltanum síðustu vikur og dramatíkin allsráðandi á Ásvöllum. Framlengingar, flautumörk og líklega einhver hjartaflökt – Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi fengið sitt fyrir skyldinginn.

Meistaraflokkur karla vann leik tvö í 4-liða úrslitum gegn Aftureldingu í gærkvöldi en Brynjólfur Snær skoraði á lokasekúndum leiksins. Staðan í einvíginu er 1-1 og næsti leikur á fimmtudaginn kl. 19:30 í Varmá.

Stelpurnar leggja land undir fót í dag í stærsta leik tímabilsins, þeim síðasta í Vestmannaeyjum – ODDALEIKUR gegn ÍBV. Sigri liðið fara þær beinustu leið í ÚRSLIT gegn Val um Íslandsmeistaratitillinn. Herjólfur fer kl. 15:45 og við hvetjum að sjálfsögðu Haukafólk til að fylgja þeim og hvetja þær til sigurs.