Úrslitaeinvígið hefst!

Það er komið að úrslitaeinvíginu. Haukar fóru í gegnum ÍBV í oddaleik þar sem að Schenkerhöllin var full og rífandi stemmning. Selfoss unnu Val sannfærandi 3 – 0 í leikjum. Haukar unnu báðar viðureignir liðanna í deildinni þannig að það má búast við hörkuleikjum þar sem að hart verður barist. Þetta eru því leikur sem enginn má missa af. Fjölmennum og látum í okkur heyra. Áfram Haukar!