Úrslitadagur yngri flokka hjá handboltanum – 3 Haukalið í eldlínunni

Það verður mikið um dýrðir í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellabæ á morgun þar sem úrslitaleikir í Íslandsmóti yngri flokka fara fram.
Haukar eiga að sjálfsögðu flotta fulltrúa og spila þrír flokkar til úrslita. Fjórði flokkur karla eldra ár hefur leik og mæta þeir Fram kl 14.00, þriðji flokkur kvenna mætir svo Íbv kl 15.30 og loks lokar þriðji flokkur karla deginum þegar þeir mæta Val kl 17.15.
Fjölmennum og styðjum okkar flottu handboltakrakka áfram til sigurs. ÁFRAM HAUKAR!