Úrslit Subway deildarinnar hefjast í kvöld

Haukar taka á móti Njarðvík í kvöld í úrslitum Subway deildar kvenna en leikurinn hefst kl. 19:15. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Í undanúrslitum lögðu Haukar ríkjandi meistara Vals 3-0 í hörku seríu og á meðan hafði Njarðvík betur gegn deildarmeisturum Fjölnis 3-1.

Sem fyrr segir hefst leikurinn kl. 19:15 og má búast við stuði og stemningu. Grillaðir verða hamborgarar fyrir leik.

Frítt er fyrir meðlimi Hauka í horni.

Dagskrá úrslitanna:
Leikur 1 19. apríl Haukar-Njarðvík kl. 19:15 Ólafssalur
Leikur 2 22. apríl Njarðvík-Hakar kl. 19:15 Njarðvík
Leikur 3 25. apríl Haukar-Njarðvík kl. 19:15 Ólafssalur
Leikur 4 28. apríl Njarðvík-Haukar kl. 19:15 Njarðvík ef þarf
Leikur 5 1. maí Haukar-Njarðvík kl. 19:15 Ólafssalur ef þarf

Áfram Haukar