Frammistaða Hauka á knattspyrnuvellinum í sumar hefur verið frábær og rétt er að ljúka tímabilinu með veglegri veislu. Uppskeruhátíð meistaraflokka knattspyrnudeildar verður haldin laugardaginn 17 september. Þá fer fram síðasta umferðin í 1. deild karla. Við skorum á alla Haukamenn að taka daginn frá og skemmta sér saman. Uppskeruhátíðin er öllum opin og skorum við sérstaklega á foreldrastjórnir yngri flokka að smala saman foreldrum framtíðarleikmanna Hauka til að við fáum sem flesta saman á hófið.
Nánari upplýsingar um verð, tímasetningar og dagskrá verður birt innan skamms.
Rétt er að benda á að uppskeruhátíð yngri flokka félagsins verður haldin 25. september næstkomandi og verður hún auglýst síðar.
Sjáumst hress og kát
Stjórn Knattspyrnudeildar,
Jón Björn Skúlason, formaður.