Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar verður haldin hátíðlega á í dag, föstudaginn 16. maí kl. 16:00 – 18:00 á Ásvöllum.
Verðlaun verða veitt fyrir þá einstaklinga sem hafa þótt skarað framúr á tímabilinu og allir yngstu iðkendur fá viðurkenningu fyrir góðan árangur í vetur. Atvinnumaður okkar Haukamanna, Helena Sverrisdóttir, mun veita verðlaunin.
Iðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í gleðinni. Pylsur og svali verða fyrir alla í lok viðurkenningar og auðvitað verður bollinn á sínum stað þar sem keppt verður um verðlaun.