Þá er handboltavertíðin að renna sitt skeið á enda að þessu sinni. Að því tilefni efnir barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Hauka til uppskeruhátíðar yngri flokkanna.
Uppskeruhátíðin fer fram miðvikudaginn 15. maí kl. 18.00 á Ásvöllum. Venju samkvæmt verða veittar viðurkenningar, boðið upp á léttar veitingar og farið yfir árangurinn í vetur.
Við hvetjum iðkendur og fjölskyldur þeirra til að fjölmenna á hátíðina!