Það er uppselt í Barcelonaferðina, rúmlega 190 manns hafa gengið frá staðfestingu og vélin orðin TROÐFULL. Eins og sönnum FerðaHaukum sæmir ætlum við að hafa rosalega gaman þarna suðurfrá.
Klára verður greiðslur fyrir helgina og verður ferðanefndin á skrifstofunni á Ásvöllum í kvöld frá kl. 19.00 til kl. 21.00, miðvikudag kl. 18.00 til 21.00, föstudag kl. 18.00 til kl. 20.00 og laugardag kl. 14.00 til 16.00. Eins er hægt að ganga frá greiðslum hjá Beggu á skrifstofu aðalstjórnar frá kl. 12.00 til kl. 16.00, þriðjudag, fimmtudag og föstudag og frá kl. 9.00 til 12.00 á miðvikudaginn.